VALMYND ×

Dagur myndlistar

Mynd: www.gunnarjonsson.net
Mynd: www.gunnarjonsson.net

Í tilefni af Degi myndlistar sem haldinn var hátíðlegur 30. október s.l., bauð Samband íslenskra myndlistarmanna skólum upp á kynningu á starfi myndlistarmannsins, sjötta árið í röð. Kynningarnar veita ungu fólki innsýn í það viðamikla starf sem felst í því að vera myndlistarmaður og bæta þannig grunnþekkingu á faginu.

Í fyrra fékk Grunnskólinn á Ísafirði Solveigu Eddu Vilhjálmsdóttur í heimsókn, en í ár var það Gunnar Jónsson listamaður sem kynnti starf sitt fyrir nemendum í myndlistavali á unglingastigi og nemendum í 6. bekk. Gunnar sýndi myndir af verkum sínum og ræddi við nemendur um myndlist. 

Deila