VALMYND ×

Dagur íslenskrar tungu

Í dag er Dagur íslenskrar tungu og héldu nemendur og starfsfólk upp á hann með ýmsu móti. Setning Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Hömrum undir stjórn Kristjáns Arnars Ingasonar, skólastjóra, þar sem nemendur 7.bekkjar voru gestir. Sigurbjörg Danía Árnadóttir og Sylvía Rán Magnúsdóttir úr 8.bekk lásu sögubút og ljóð, en þær stóðu sig báðar mjög vel í keppninni í fyrra. Þá var einnig boðið upp á tónlistaratriði, þar sem Jökull Örn Þorvarðarson lék á fiðlu við undirleik Iwonu Frach, píanókennara og þær stöllur Kristín Eik Sveinbjörnsdóttir og Saga Björgvinsdóttir léku fjórhent á píanó, frumasamið lag. Í lokin var svo sunginn fjöldasöngur við undileik Bergþórs Pálssonar, skólastjóra Tónlistarskóla Ísafjarðar.

Nú tekur við heilmikil dagskrá hjá 7.bekk, þar sem áhersla er á vandaðan og skýran upplestur í vetur. Lokahátíð keppninnar verður svo í mars, þar sem nemendur af norðanverðum Vestfjörðum koma fram og sýna hvað þeir hafa lært í vetur.

Við þökkum Tónlistarskóla Ísafjarðar kærlega fyrir aðstoðina við tónlistarflutning og húsrými. Það er alltaf svolítill hátíðarblær yfir Hömrum og virkilega notalegt að njóta menningar þar.

 

Deila