VALMYND ×

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur í dag og við það tilefni var Stóra upplestrarkeppnin hjá 7.bekk sett formlega í Hömrum og stýrði Kristján Arnar Ingason, skólastjóri, athöfninni. Lesararnir Jökull Örn Þorvarðarson og Hilmir Freyr Norðfjörð úr 8.bekk lásu sögubrot og ljóð, en þeir stóðu sig afar vel í keppninni í fyrra. Þá léku þær stöllur Saga Björgvinsdóttir og Kristín Eik Sveinbjörnsdóttir frumsamið lag á píanó og harmóníku. Í lokin sungu svo allir saman lagið Á íslensku má alltaf finna svar, lag Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Þórarins Eldjárns. Bergþór Pálsson lék undir á píanó.

Deila