Dagur íslenskrar tónlistar
Í dag, fimmtudaginn 1. desember var dagur íslenskrar tónlistar haldinn hátíðlegur. Allar útvarpsstöðvar landsins spiluðu þrjú íslensk lög samtímis kl. 11:15 og sameinuðust Íslendingar við viðtækin og sungu lög til heiðurs íslenskri tónlist.
G.Í. lét ekki sitt eftir liggja og tók þátt í þessu skemmtilega verkefni. Heyra mátti söng úr flestum kennslustofum og setti það skemmtilegan svip á þennan góða dag. Lögin sem sungin voru í morgun eru Kvæðið um fuglana eftir Atla Heimi Sveinsson við
texta Davíðs Stefánssonar, Manstu ekki eftir mér, lag Ragnhildar Gísladóttur við texta Þórðar Árnasonar og Stingum af eftir Vestfirðinginn Mugison.