VALMYND ×

Dagur íslenskrar tónlistar

Í dag, fimmtudaginn 1. desember var dagur íslenskrar tónlistar haldinn hátíðlegur. Allar útvarpsstöðvar landsins spiluðu þrjú íslensk lög samtímis kl. 11:15 og sameinuðust Íslendingar við viðtækin og sungu lög til heiðurs íslenskri tónlist.

G.Í. lét ekki sitt eftir liggja og tók þátt í þessu skemmtilega verkefni. Heyra mátti söng úr flestum kennslustofum og setti það skemmtilegan svip á þennan góða dag. Lögin sem sungin voru í morgun eru Kvæðið um fuglana eftir Atla Heimi Sveinsson við
texta Davíðs Stefánssonar, Manstu ekki eftir mér, lag Ragnhildar Gísladóttur við texta Þórðar Árnasonar og Stingum af eftir Vestfirðinginn Mugison.



Deila