Dagur barnabókarinnar
Á hverju ári standa alþjóðasamtök IBBY fyrir degi barnabókarinnar – tilefni sem er nýtt til þess að vekja athygli á bókum handa börnum og bóklestri barna. Íslandsdeild samtakanna heldur sem fyrr upp á daginn með því að færa öllum grunnskólanemum landsins smásögu að gjöf. IBBY á Íslandi bað í fyrra þær Birgittu Elínu Hassell og Ísfirðinginn Mörtu Hlín Magnadóttur um að skrifa sögu til að fagna degi barnabókarinnar. Sagan er nú tilbúin og verður flutt á Rás 1 þriðjudaginn 5. apríl kl. 9:10.
IBBY á Íslandi eru frjáls félagasamtök áhugamanna um barnabókmenntir og barnamenningu á Íslandi. Markmið samtakanna er að efla þessar greinar með umfjöllun, útgáfustarfsemi og viðurkenningum.
Deila