VALMYND ×

Dagur barnabókarinnar

Á hverju ári standa alþjóðasamtök IBBY fyrir degi barnabókarinnar – tilefni sem er nýtt til þess að vekja athygli á bókum handa börnum og bóklestri barna.
Íslandsdeild samtakanna heldur sem fyrr upp á daginn með því að færa öllum grunnskólanemum landsins smásögu að gjöf. Í ár hefur Gunnar Helgason skrifað söguna Lakkrís – eða Glæpur og refsing sem hentar lesendum á aldrinum sex til sextán ára. Sagan verður lesin á RUV í dag fimmtudaginn 9. apríl kl. 9:10.

Deila