VALMYND ×

Chromebook tölvur á unglingastig

1 af 2
Grunnskólinn á Ísafirði hefur notað iPad í kennslu frá árinu 2014. Nemendur í 5.-10. bekk hafa verið með eitt tæki á mann en á yngsta stigi hafa verið bekkjarsett. Tækin hafa sett nýja vídd í kennsluna á margan hátt og aukið fjölbreytni í kennsluháttum. Það eina sem vantaði við spjaldtölvurnar var lyklaborð, en eitt af markmiðum aðalnámskrár er að nemendur læri fingrasetningu en það er með hana eins og annað að það þarf að halda við þekkingunni. Við höfum náð því að nokkru leyti með nýtingu tölva í tölvuveri, en betur má ef duga skal.
Síðasta haust var því  ákveðið að láta 10. bekk frá Chromebook tölvur, þar sem nemendur í elstu bekkjunum eru að vinna mun meira með ritun í stærri verkefnum. Chromebook tölvur eru fartölvur sem hafa lítið minni og vista allt efni á skýi. Nemendur á unglingastigi nota Google Classroom í miklum mæli til verkefnaskila en tækin eru hönnuð utan um það kerfi. Tækin leyna þó á sér því hægt er að snúa þeim við og nota sem spjaldtölvur og fylgir því sérstakur penni með. Það eina sem tækin bjóða ekki upp á er léttleikinn sem fylgir myndbandsupptökum á iPad og munu því nokkrar spjaltölvur vera til útláns á bókasafni fyrir nemendur sem vilja vinna þannig verkefni. Þó að afhending hafi dregist voru það samt nemendur í 10. bekk sem fengu að vígja tækin, en næsta vetur ættu bæði 9. og 10. bekkur að vera komnir með Chromebook.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Deila