Breyttar útivistarreglur
Við minnum á breyttar útivistarreglur frá og með 1. september. 12 ára börn og yngri mega lengst vera úti til kl. 20 nema í fylgd með fullorðnum og 13-16 ára börn mega lengst vera úti til kl. 22 með þeirri undantekningu að þau séu á heimleið frá viðurkenndri skóla-, æskulýðs- eða íþróttasamkomu. Foreldrum er heimilt að stytta þennan tíma en ekki lengja og vonum við að allir taki höndum saman um að virða þessar reglur.
Deila