Börnin fyrst og fremst
Í gær veitti Kiwanisklúbburinn Básar á Ísafirði skólanum styrk að upphæð kr. 100 þúsund til bókakaupa. Klúbburinn er 40 ára um þessar mundir og styrkti hann af því tilefni ýmsar stofnanir og félagasamtök, um samtals eina milljón króna. Yfirskrift verkefnisins er ,,Börnin fyrst og fremst“ og kemur þessi styrkur sér svo sannarlega vel fyrir skólann.
Deila