VALMYND ×

Börn og umhverfi

Auður Ólafsdóttir frá Rauða krossinum, ásamt nemendum.
Auður Ólafsdóttir frá Rauða krossinum, ásamt nemendum.
1 af 5

Í vetur býður Rauði krossinn á Ísafirði nemendum í 6. og 7. bekk upp á valnámskeið sem ber heitið Börn og umhverfi. Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á um­fjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins. Þessa dagana sitja um 20 krakkar námskeiðið og verða margs vísari varðandi þessi mál.