VALMYND ×

Bókasöfnun

Foreldrafélag G.Í. stóð fyrir bókasöfnun á foreldraviðtalsdaginn þann 14. nóvember s.l. til að styrkja bókakost skólasafnsins. Alls söfnuðust 95 bækur og erum við afar þakklát öllum þeim sem gáfu okkur bækur og síðast en ekki síst foreldrafélaginu sjálfu, sem hefur svo sannarlega lagt sitt af mörkum til skólastarfsins í gegnum tíðina.