VALMYND ×

Boðið upp á hafragraut

Í skólanum höfum við oft haft áhyggjur af næringarmálum nemenda, sérstaklega drengja á unglingastigi sem margir borða ekki áður en þeir fara í skólann og fá sér svo jafnvel eitthvað sem inniheldur töluvert magn sykurs í frímínútum.

Því hefur nú verið ákveðið að gera tilraun í marsmánuði með að bjóða upp á hafragraut fyrir þá nemendur sem vilja. Nemendur munu geta farið í mötuneytið á nestistíma og fengið þar hafragraut með mjólk þeim að kostnaðarlausu.

Deila