Blár föstudagur
Blár apríl, árlegt styrktar- og vitundarátak styrktarfélags barna með einhverfu, hefst á Alþjóðlegum degi einhverfunnar, laugardaginn 2. apríl. Af því tilefni hvetjum við alla til að klæðast bláu föstudaginn 1. apríl og vekja þannig athygli á málefnum einhverfra barna en blái liturinn hefur fest sig í sessi um allan heim sem litur einhverfunnar.
„Blár er alþjóðlegur litur einhverfu. Rétt eins og blæbrigði bláa litarins eru birtingarmyndir einhverfu óteljandi því hver einstaklingur hefur sinn stað á rófinu með öllum þeim áskorunum sem einhverfu fylgja," segir á Facebook síðu Styrktarfélags barna með einhverfu.
Deila