VALMYND ×

Baráttudagur gegn einelti

Mynd: www.olweus.is
Mynd: www.olweus.is

Á morgun, fimmtudaginn 8. nóvember, er baráttudagur gegn einelti. Þessi dagur er til þess að minna okkur á hvers vegna er mikilvægt að uppræta einelti, ekki aðeins úr lífi barna heldur okkar allra, á öllum æviskeiðum.

Einelti einskorðast ekki við skólaumhverfið, heldur getur komið upp alls staðar, á vinnustöðum, á netinu, í vinahópum og jafnvel fjölskyldum. Birtingarmyndin er fjölbreytt og getur falist í atriðum eins og uppnefnum, stríðni, hunsun og útilokun, eyðileggingu eigna, félagslegum þrýstingi, niðurlægingu, mismunun og líkamlegu ofbeldi.

Í tilefni dagsins munu allir nemendur og starfsfólk vinna saman að verkefni sem tengist deginum. Auk þess hvetjum við alla sem geta til að klæðast einhverju grænu, en grænn er litur verndarans í eineltishringnum.

Deila