Bækur og spil fyrir skólann
Skólinn fær oft gjafir og núna kom hugmynd frá foreldrum um að gaman væri að gefa bækur og/eða spil til skólans.
Penninn/Eymundsson er með því með tilboð frá og með deginum í dag og til og með mánudagsins 17. mars þar sem foreldrum og öðrum velunnurum Grunnskólans á Ísafirði gefst kostur á því að kaupa bók og/eða spil fyrir skólann.
Óskalisti yfir þær bækur sem um ræðir er í bókabúðinni og hægt er að skilja þær eftir þar, en auðvitað má koma með þær í skólann.
Deila