VALMYND ×

Átak gegn einelti

Í skólanum hjá okkur er nú í gangi sérstakt átak til að vinna gegn einelti. Allir nemendur vinna verkefni tengd því hvernig hægt er að minnka líkur á því og bregðast við ef um einelti er að ræða.

Nemendur 6. bekkjar hafa farið með skilgreiningar á einelti vítt og breitt um bæinn í þeirri von að fá bæjarbúa með okkur í lið til að kveða niður slíkt ofbeldi hvar sem það birtist. Fimmtudaginn 8. nóvember er svo öllum bæjarbúum boðið að koma í skólann og skrifa undir yfirlýsingu gegn einelti, en sá dagur er helgaður baráttunni gegn einelti.

Deila