Ástmar Helgi og Sigurjón Dagur í úrslit NKG
Grunnskólinn á Ísafirði á eina hugmynd sem komst áfram í nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Hugmyndin sem var valin í úrslit er ,,Úti að leika app", en það eru tveir nemendur í 5. bekk þeir Ástmar Helgi Kristinsson og Sigurjón Dagur Júlíusson sem eiga hana.
Í ár bárust 1750 umsóknir í keppnina og er þetta því frábær árangur hjá drengjunum en einungis 27 hugmyndir komust áfram og var boðið að taka þátt í vinnusmiðju í Reykjavík og úrslitum NKG.
Við óskum þeim Ástmari Helga og Sigurjóni Degi innilega til hamingju og góðs gengis í vinnusmiðjunni. Um leið hvetjum við nemendur sem fara í 5. - 7. bekk næsta haust að halda vel utan um hugmyndirnar sínar og eiga þær fyrir keppnina á næsta ári.
Deila