Ástarsaga úr fjöllunum
Í morgun bauð skólinn nemendum 1. - 4. bekkjar upp á leiksýninguna Ástarsaga úr fjöllunum, sem sýnd er af Möguleikhúsinu. Leikritið byggir á hinni sívinsælu sögu Guðrúnar Helgadóttur og fjallar um tröllskessuna Flumbru og tröllastrákana hennar átta.
Leikgerð og söngtextar eru eftir Pétur Eggerz, sem einnig annast leikstjórn, en höfundur tónlistar er Guðni Franzson. Það eru leik- og söngkonan Margrét Pétursdóttir og leikarinn og tónlistarmaðurinn Valgeir Skagfjörð sem leika sýninguna, en leikmynd og búningar eru eftir Messíönu Tómasdóttur.
Deila