Árshátíðarsýningum lokið
Nú er lokið 5 árshátíðarsýningum og eru allir í skýjunum yfir útkomunni. Yfirskriftin þetta árið var Sjónvarp í 50 ár og var einstaklega gaman að sjá mismunandi útfærslur árganga. Flestallir nemendur skólans stigu á svið eða komu að tæknimálum og er alveg einstakt að upplifa stemninguna sem ríkir þessa daga. Nám er svo mikið meira en lestur og stærðfræði og reynir virkilega á alla þætti þessa daga.
Við erum mjög stolt af krökkunum okkar og förum öll glöð inn í páskaleyfið sem hefst eftir morgundaginn. Á morgun, föstudag, er kennt samkvæmt stundaskrá, en 7. - 10. bekkur mætir kl. 9:40 í skólann. Kennsla hefst að páskaleyfi loknu þriðjudaginn 29. mars og vonum við að allir njóti þess vel. Gleðilega páska!
Deila