VALMYND ×

Árshátíð í næstu viku

Árshátíð skólans verður miðvikudaginn 29. og fimmtudaginn 30.mars. Æfingar standa nú yfir og mikið í lagt að venju, en nemendur völdu yfirskriftina ,,Íþróttir" að þessu sinni.

Sýningar eru eftirfarandi:

1. sýning miðvikudaginn 29.mars kl. 9:00

Flytjendur: 1. - 7. bekkur

Áhorfendur: Nemendur í 1. og 2. bekk ásamt gestum

 

2. sýning miðvikudaginn 29.mars kl. 11:00

Flytjendur: 5. - 10. bekkur

Áhorfendur: Nemendur í 5. - 7. bekk ásamt gestum

 

3. sýning fimmtudaginn 30.mars kl. 9:00

Flytjendur: 1. - 7. bekkur

Áhorfendur: Nemendur í 3. og 4. bekk ásamt gestum

 

4. sýning fimmtudaginn 30.mars kl. 11:00

Flytjendur: 1. - 6. bekkur

Áhorfendur: Nemendur Tanga og unglingastig

 

5. sýning fimmtudaginn 30.mars kl. 20:00

Flytjendur: 7. - 10. bekkur

Áhorfendur: Nemendur í 8. - 10. bekk ásamt gestum

 

Nemendur 7. - 10. bekkjar fá frí í fyrstu tveimur tímunum á föstudag vegna kvöldsýningar á fimmtudeginum.

Aðgangseyrir er kr. 1.000 fyrir alla gesti 16 ára og eldri (posi á staðnum), og rennur ágóðinn í tækjasjóð. Aðgöngumiðar gilda á allar sýningar, þannig að hver og einn greiðir aðeins einu sinni.

Mötuneytið er opið þessa daga og verður boðið upp á samlokur og djús á miðvikudeginum en pylsur og djús á fimmtudeginum, þar sem matsalurinn er upptekinn vegna sýninga.

Umsjónarkennarar senda nánari upplýsingar heim varðandi skipulagið hjá hverjum og einum árgangi.

Deila