VALMYND ×

Alþjóðlegi bangsadagurinn

Í dag er alþjóðlegi bangsadagurinn, en hann er haldinn hátíðlegur víða um heim.

Í tilefni dagsins var öllum bangsabókum tjaldað til á skólasafninu þar sem nemendur gátu komið og átt notalega stund. Yngstu krakkarnir buðu böngsunum sínum með sér í skólann í dag og voru því óvenju margir í yngstu bekkjunum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.