Alþjóðadagur læsis
Alþjóðadagur læsis er laugardaginn 8. september, en Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað þann dag málefnum læsis allt frá árinu 1965. Í ár taka Íslendingar þátt í þessum degi í fjórða skiptið.
Fjölskyldur eru hvattar til að skipuleggja 30 mínútna fjölskyldulestrarstund og njóta þess að lesa saman. Einnig munu kennarar G.Í. skipuleggja lestrarstundir í skólanum eftir helgina.
Deila