Alþjóðadagur kennara
Í dag er Alþjóðadagur kennara haldinn hátíðlegur um allan heim. Að forgöngu UNESCO er 5. október sérstaklega helgaður kennurum og þennan dag nota þeir samtakamátt sinn til að tryggja að hugað sé að þörfum barna fyrir menntun í nútíð og framtíð. Um leið er 5. október tákn þess að fólk kunni að meta framlag kennara til menntunar, framþróunar samfélaga og þroskunar einstaklinga.
,,Hlutverk kennara hefur aldrei verið eins mikilvægt og nú í að byggja upp sjálfbært samfélag en stór liður í því er gæðamenntun fyrir alla, jöfn tækifæri til menntunar og vel menntaðir einstaklingar. Menntun er réttur allra en ekki fárra útvaldra. Kennarar gegna meginhlutverki í því að vinna að réttlátu samfélagi í öllum heiminum.“
Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Þórðar Hjaltested, formanns KÍ, og Aðalheiðar Steingrímsdóttur, varaformanns KÍ, sem birtist á Vísi í dag, í tilefni dagsins.
Deila