VALMYND ×

Aðgengi fatlaðra

Hópur nemenda 6. og 9. bekkjar ásamt Ingibjörgu Sigríði Guðmundsdóttur
Hópur nemenda 6. og 9. bekkjar ásamt Ingibjörgu Sigríði Guðmundsdóttur
1 af 3

Nemendur í 6. og 9. bekk hafa undanfarið unnið saman að rannsókn varðandi aðgengi fatlaðra á Ísafirði.  Árgöngunum var skipt upp í 4 manna aldursblandaða hópa sem unnu út frá sömu spurningum, heimsóttu fyrirtæki hér í bæ og gerðu könnun á aðgengi fatlaðra. Síðan unnu nemendur veggspjöld þar sem niðurstöður voru birtar.

 

Farið var í þessa verkefnvinnu að tilstuðlan Ingibjargar Sigríðar Guðmundsdóttur kennara, sem einnig er félagi í MND samtökunum. Hún hvatti til að nemendur gerðu þessa könnun og kynntu niðurstöðurnar á opnum fundi MND félagsins, sem haldinn var í Edinborgarhúsinu 9. maí s.l.  Þær Ingigerður Anna Bergvinsdóttir og Ólöf Dagmar Guðmundsdóttir nemendur í 9. bekk kynntu verkefnið fyrir gestum fundarins og vakti erindi þeirra verðskuldaða athygli.

 

Rannsóknin sjálf gekk mjög vel og urðu nemendur margs vísari um aðgengi fatlaðra á Ísafirði. Þeir komust meðal annars að því að það sem okkur finnast sjálfsögð mannréttindi er ekki svo sjálfsagt fyrir fatlaða, t.d. að fara í sund hér í bæ.