VALMYND ×

Aðalfundur nemendafélagsins

Nemendaráð skólans skólaárið 2016-2017
Nemendaráð skólans skólaárið 2016-2017

Nemendafélag skólans hélt aðalfund sinn í morgun. Á fundinum var Nemendaráði þakkað fyrir góð störf og minnt á mikilvægi þess að hafa öflugt félag. Fráfarandi varaformaður, Ásthildur Jakobsdóttir, fór yfir starfsárið, í fjarveru Daníels Adeleye formanns.

Eftir fund fór fram kosning formanns og varaformanns fyrir næsta skólaár. Nýr formaður var kjörinn Ívar Breki Helgason og varaformaður verður Hafdís Bára Höskuldsdóttir. Við óskum þeim til hamingju með það traust sem þeim er sýnt og hlökkum til samstarfsins næsta vetur.

Deila