VALMYND ×

Aðalfundur Foreldrafélags G.Í.

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans á Ísafirði verður haldinn í kvöld, í sal skólans kl. 20:30. Á dagskránni eru venjuleg aðalfundarstörf, en auk þeirra verður Svavar Þór Guðmundsson með áhugavert erindi um netsamskiptamiðla barna og unglinga.

Boðið verður upp á kaffi og konfekt og eru allir foreldrar hvattir til að mæta.