VALMYND ×

Á flekamótum

Laugardaginn 26. október standa DKG konur á norðanverðum Vestfjörðum fyrir ráðstefnu um skil milli hinna ólíku viðfangsefna sem manneskjan vinnur að á ævi sinni. Ráðstefnan sem verður haldin í Háskólasetri Vestfjarða er öllum opin og eru þátttakendur beðnir um að skrá sig á netfangið jonabene@gmail.com

 

Dagskrá ráðstefnunnar verður sem hér segir:

10:15 – 10:30 Skráning þátttakenda

10:30 – 10:40 Setning og tónlistaratriði

10:40 – 11:10 Jóhanna Einarsdóttir, prófessor í menntunarfræðum ungra barna; Úr leikskóla í grunnskjóla: Sjónarmið barna

11:10 – 11:40   Kolbrún Pálsdóttir, doktor í menntunarfræðum; Skil milli frístundaheimila og skóla

11:40 – 12:10 Gerður G. Óskarsdóttir, doktor í menntunarfræðum; Úr grunnskóla í framhaldsskóla. „Flekaskil, flekamót eða sniðgeng flekamörk“.

12:10 – 12:40 Hádegishlé, léttur hádegisverður í boði.

12:40 – 13:10 Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, menntunarfræðingur og framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins; Skil milli framhaldsskóla og framhaldsfræðslu

13:10 – 13:40 Guðrún Geirsdóttir, dósent við Háskóla Íslands fjallar um skilin milli framhaldsskóla og háskóla

13:40 – 14:10 Sr. Bernharður Guðmundsson, fyrrverandi rektor í Skálholti; Starfslok – lán eða ólán, nema hvortveggja sé!

14:10 – 14:50 Fyrirspurnir og umræður

14:55             Ráðstefnuslit

Deila