9. bekkur á Kistufelli
Í gær fór 9. bekkur í hina árlegu fjallgöngu og var að þessu sinnu gengið á Kistufell. Gengið var frá gönguskíðaskálanum á Seljalandsdal og tók gangan upp á Kistufell tvo og hálfan tíma.
Þegar þangað var komið var notið útsýnis til allra átta s.s til Bolungarvíkur, niður í Hnífsdal og Skutulsfjörð og var þetta alveg magnað að sögn kennara.
Nemendur stóðu sig frábærlega eins og við var að búast. Á niðurleið var komið við á snjóskafli einum í Miðfellinu og renndu nemendur sér nokkrar ferðir sælir og glaðir eftir góða göngu.
Deila