7. bekkur á Reyki
Í morgun fóru nemendur 7. bekkjar ásamt kennurum og stuðningsfulltrúm á Reyki í Hrútafirði. Ungmennafélag Íslands sér um rekstur búðanna og hefur gert undanfarin 3 ár. Í skólabúðum UMFÍ kynnast ungmenni styrkleikum sínum og veikleikum og læra að vinna með þá til að bæta félagsfærni sína. Lífið í búðunum snýst að miklu leyti um samskipti og samveru. Krakkarnir dvelja á Reykjum fram á fimmtudag.
Deila