3.bekkur fær bókagjöf
Í dag fékk árgangur 2013 veglega bókagjöf frá foreldrum árgangsins. Foreldri í hópnum rakst á þessar skemmtilegu og fróðlegu bækur sem nefnast Hugarperlur og kom með þá hugmynd að gefa árganginum þær. Bækurnar eru hugsaðar til að efla sjálfstraust barna og seiglu og taka á algengum aðstæðum sem allir foreldrar þekkja; til dæmis þegar börnin taka fýlukast eða gera eitthvað af sér og vita ekki hvernig þau eiga að bregðast við.
Fulltrúi foreldra kom með bækurnar til okkar í morgun og erum við einstaklega þakklát með gjöfina og stuðninginn frá foreldrum við að efla bekkinn.
Deila