VALMYND ×

1. bekkur í ævintýraheimi

Elfar Logi Hannesson afhendir hljóðdiskinn góða
Elfar Logi Hannesson afhendir hljóðdiskinn góða

Síðastliðinn föstudag kom leikarinn Elfar Logi Hannesson í heimsókn í 1. bekk og var með mjög skemmtilega sýningu fyrir nemendur. Ferðaðist hann með nemendum í ævintýraheima þar sem krakkarnir rákust á ýmsar skrýtnar verur eins og þrjá tröllabræður, feimnu Búkollu og fleiri.

 

Að lokum gaf hann báðum bekkjadeildum sinn hvorn hljóðdiskinn af Galdrasögum.
1. bekkur þakkar Elfari Loga kærlega fyrir góða heimsókn og þessar höfðinglegu gjafir.