10.bekkur í haustferð
Það er margt um að vera í skólanum hjá okkur þrátt fyrir að kórónuveirusmit og sóttkví setji mark sitt á skólastarfið. Nemendur í 10.bekk héldu af stað siglandi í sína árlegu haustferð í morgun, en ferðinni var heitið norður á Hesteyri. Þaðan gengur svo hópurinn yfir í Aðalvík, þar sem gist verður í tjöldum í nótt og komið heim aftur á morgun.
Það er vaskur hópur foreldra sem gengur með krökkunum og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir. Veðrið leikur við hópinn í dag eins og sjá má á meðfylgjandi myndum frá Hólmfríði Völu Svavarsdóttur.
Deila