Hlutverk og reglur
Hlutverk skólasafnsins er:
- að örva börn og unglinga til að lesa bækur sér til fróðleiks og skemmtunar en jafnframt að nýta sér aðra miðla á skapandi hátt.
- að kenna nemendum að verða sjálfstæðir notendur bókasafna og að þau geti aflað sér upplýsinga á eigin spýtur
Reglur:
- Bókasafnið er vinnustaður, nemendur skulu ekki vera þar í biðtíma nema þeir hafi verkefni að vinna.
- Háreysti, hlaup og köll eru ekki leyfð á safninu. Á safninu á að vera gott vinnuumhverfi.
- Á safninu er ekki heimilt að vera með nesti eða sælgæti.
- Nemendur mega vinna verkefni fyrir skólann á þeim tölvum sem þar eru. Netnotkun er háð leyfi starfsmanna.
- Yfirhafnir skal hengja í fatahengi fyrir framan bókasafnið.
- Ekki skal taka bækur af safninu nema starfsmaður gefi leyfi og skrái útlán.
- Nemendur geta fengið skáldsögur og fræðibækur að láni.
- Handbækur eru einungis til afnota í skólanum.
- Annar safnkostur s.s. kennsluleiðbeiningar, myndbandsspólur, geisladiskar o.fl. eru aðeins lánaðar til kennara og starfsfólks.
- Útlánstími er 1 mánuður.