VALMYND ×

Upplýsingar um námsráðgjafa

Námsráðgjafi skólans er Inga Bára Þórðardóttir ingabara@isafjordur.is og er viðvera hennar frá kl. 8:00-12:00 mánudaga til fimmtudaga.

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er meðal annars að:

  • leiðbeina nemendum um góð vinnubrögð og námsvenjur
  • veita nemendum ráðgjöf í einkamálum
  • aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir áhugasviðum sínum og setja sér markmið
  • vera stuðningsmaður nemenda vegna erfiðleika eða áfalla,
  • aðstoða nýja nemendur við aðlögun
  • sinna fyrirbyggjandi starfi með fræðslu og ráðgjöf
  • vinna með kennurum og öðru starfsfólki að bættum samskiptum í skólanum og gegn einelti
  • vera meðlimur í nemendaverndarráði
  • halda utan um vinnslu eineltismála innan skólans