VALMYND ×

Uppskerutími

Í morgun fór hluti 2. bekkjar út í skólagarðinn góða við Tónlistarskólann og tók upp grænmeti sem sett var niður í vor. Uppskeran var fín hjá hópnum og mátti sjá t.d. kartöflur og grænkál. Á næstunni munu krakkarnir svo matreiða úr uppskerunni í heimilisfræðinni hjá Guðlaugu Jónsdóttur.