VALMYND ×

Tangi heimsóttur

1 af 4

Nemendur 9. bekkjar hafa alla vikuna verið niðursokknir  í að semja jólasögur handa börnunum á leikskólanum Tanga. Þau gengu fallega frá sögunum, myndskreyttu þær og bundu inn með ýmsu móti og fóru svo í heimsókn á leikskólann í morgun. Þar tóku stillt og prúð leikskólabörnin á móti unglingunum og hlustuðu með athygli á þau lesa upp sögurnar sínar. Bækurnar voru svo skildar eftir á Tanga svo fleiri geti notið þess að hlusta á þessar fínu sögur og skoða myndirnar.

Heimsóknin fór fram í tveimur áföngum, fyrst fóru stelpurnar á meðan strákarnir þreyttu sundpróf í næsta húsi og svo var skipt um hlutverk; strákarnir lásu og stelpurnar syntu.

Við kennararnir erum stoltir af unglingunum okkar, hvað þau lögðu sig fram við þetta verkefni, skiluðu vandaðri vinnu og lásu sögurnar fallega fyrir litlu börnin á Tanga.