VALMYND ×

Skólaslit

Þann 2. júní 2017 var Grunnskólanum á Ísafirði slitið í 142. skipti og fór athöfnin fram í Ísafjarðarkirkju. Hefð er fyrir því að nemendur úr 9. bekk kynni dagskrána og voru kynnar að þessu sinni þau Davíð Hjaltason og Rán Kjartansdóttir

Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri, flutti ávarp og Ólöf Einarsdóttir flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. Ásdís Halla Guðmundsdóttir og Þuríður Þorsteinsdóttir léku á píanó og Ísabella Benediktsdóttir og Ólöf Einarsdóttir sungu við undirleik Hildar Karenar Jónsdóttur.

 Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar fyrir góðan námsárangur. 

8. bekkur:

Sveinbjörn Orri Heimisson hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir. 

 9. bekkur:

Þuríður Þorsteinsdóttir hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir.

Í vetur luku 14 nemendur í 10. bekk smáskipaprófi sem er bóklegi hlutinn fyrir skipstjórnarréttindi á skip sem eru styttri en 12 metrar. Þetta er fjórða árið sem skólinn er í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða um kennslu í þessari valgrein, undir stjórn Guðbjörns Páls Sölvasonar, en margra ára hefð er fyrir henni við Grunnskólann á Ísafirði.  Nemendur sem luku prófi eru:  Einar Ásvaldur Sigurðsson, Georg Rúnar Elvarsson, Gísli Steinn Njálsson, Guðjón Andri Kristjánsson, Hafsteinn Már Sigurðsson, Hildur Karen Jónsdóttir, Jakob Daníelsson, Kolfinna Íris Rúnarsdóttir, Kristófer Leví Kristjánsson, Margrét Linda Antonsdóttir, Michal Glodkowski, Ólöf Einarsdóttir, Óskar Sæberg Brynjarsson og Rakel María Björnsdóttir

Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar í 10. bekk:

Kvenfélagið Hlíf gaf eftirfarandi viðurkenningar fyrir verk- og listgreinar:

Viðurkenningu fyrir framfarir og vinnubrögð í textílmennt hlaut Lára Ósk Albertsdóttir.

Viðurkenningu fyrir framfarir og skapandi vinnubrögð í myndmennt hlaut Margrét Inga Gylfadóttir.

Viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur, dugnað, samviskusemi og metnað í heimilisfræði hlaut Jessica Maria Nieduzak.

Tungumálaver Laugalækjarskóla veitir viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í pólsku.  Þá viðurkenningu fær Michal Glodkowski.

Einar og Guðrún Farestveits Fond styrkja norskukennslu í íslenskum skólum. Sá styrkur er m.a. notaður til að gefa öllum sem útskrifast úr norsku í grunnskólum gjöf.  Þessa gjöf fá þær Edda Lind Guðmundsdóttir og Hildur Karen Jónsdóttir.

Georg Rúnar Elvarsson hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir.

Stúdíó Dan gaf viðurkenningar fyrir góða ástundun og námsárangur í íþróttum. Þau verðlaun hlutu Daníel Wale Adeleye og Hanna Þórey Björnsdóttir

Danska Menntamálaráðuneytið gaf viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í dönsku og hlaut Árný Margrét Sævarsdóttir þau verðlaun.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Fab-lab á Ísafirði gefa viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í Fab-lab, þá viðurkenningu hlaut Einar Ásvaldur Sigurðsson

Grunnskólinn á Ísafirði veitti eftirfarandi viðurkenningar:

Viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í íslensku hlaut Sigríður Erla Magnúsdóttir.

Viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í stærðfræði hlaut Þuríður Þorsteinsdóttir.

Viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í samfélagsfræði hlaut Ólöf Einarsdóttir.

Viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í ensku hlutu þeir Hlynur Ingi Árnason og Magni Jóhannes Þrastarson.

Viðurkenningar fyrir góða ástundun og námsárangur í náttúrufræði hlaut Þráinn Ágúst Arnaldsson

Ísfirðingarfélagið í Reykjavík gaf gjöf til minningar um Hannibal Valdimarsson. Þessi viðurkenning er veitt nemanda í 10. bekk  fyrir lofsverða ástundun, framfarir í námi og virka þátttöku í félagsstarfi.  Þá viðurkenningu hlaut Ólöf Einarsdóttir

Viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur vorið 2017 hlýtur Árný Margrét Sævarsdóttir.

Starfsfólk Grunnskólans á Ísafirði þakkar árgangi 2001 samfylgdina í gegnum árin og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.