VALMYND ×

Holtaskóli sigraði Skólahreysti

Keppendur G.Í., þau Ívar Tumi Tumason, Einar Torfi Torfason, Dagný Björg Snorradóttir, Daníel Adeleye Wale, Ólöf Einarsdóttir og Guðbjörg Ásta Andradóttir.
Keppendur G.Í., þau Ívar Tumi Tumason, Einar Torfi Torfason, Dagný Björg Snorradóttir, Daníel Adeleye Wale, Ólöf Einarsdóttir og Guðbjörg Ásta Andradóttir.

Í kvöld fóru fram úrslit í Skólahreysti í Laugardalshöll. Tólf lið víðsvegar að af landinu kepptu sín á milli, eftir sigur í sínum riðlum, en upphaflega tóku 104 lið þátt í keppninni. Grunnskólinn á Ísafirði hafnaði í 12. sæti og stóðu krakkarnir sig með miklu sóma. Það fór svo að Holtaskóli í Reykjanesbæ sigraði keppnina, Síðuskóli á Akureyri hafnaði í 2. sæti og Stóru-Vogaskóli í því 3.