Átta meginreglur sem liggja til grundvallar kennslu í sjálfsaga
- Allir gera mistök. Þau eru eðlileg, enginn er fullkominn.
- Fólk er oftast meðvitað ef það hefur gert eitthvað rangt. Flest börn vita ef þau hafa meitt einhvern eða eyðilagt eitthvað.
- Gagnrýni og ásakanir setja fólk í varnarstöðu. Það setur upp varnarmúr þegar ráðist er að því og notar þá mikla orku í að reyna að réttlæta gjörðir sínar, þetta á líka við um börn. Það standa allir vörð um sjálfsvirðingu sína.
- Allir geta lært betri hegðun og jákvætt hugarfar auðveldar það. Ef litið er á börn sem ábyrg, fús og hæf til þess að breyta rétt þá hafa þau hvatningu til þess að sækja fram á við.
- Fólk sem fær tækifæri til að gera úrbætur styrkist. Mikilvægt er að fá tækifæri til þess að bæta fyrir mistök sín.
- Fólk felur ekki mistök sín eða segir ósatt ef það trúir og fær tækifæri til þess að bæta fyrir mistök sín.
- Að læra sjálfsaga er skapandi ferli og eflir hæfni til þess að leysa vandamál.
- Ef fólk hefur sjálft fengið tækifæri til uppbyggingar er það örlátara við aðra. Þau börn sem læra að bæta fyrir mistök sína eiga auðveldara að fyrirgefa mistök annarra. Þegar þau verða fullorðin hafa þau ekki þörf fyrir að refsa.
Til að ná markmiðum stefnunnar eru ýmsar aðferðir notaðar eins og kenna börnum um grundvallarþarfirnar, um hlutverk hvers og eins, friðarborðið (þar sem nemendur læra að greiða sjálfir úr ágreiningi) og um óskaveröldina. Hér á eftir verða þessar aðferðir kynntar nánar.