Erasmus+
Heimsókn til Portúgal í október
Nemendur 9. og 10. bekkjar eru búin að vera í Barcelos, Portúgal, síðan á sunnudagskvöld. Þau hafa verið að fræðast um heimsmarkmið SÞ (Sameinuðu Þjóðanna) og menningu Portúgal.
Mánudagur 7. október fóru þau í labbitúr í skóla Portúgalska liðsins, Rosa Ramalho School. Þau fengu að smakka Portúgölsk sætindi og ost. Portúgalska liðið sýndi þeim um skólann sinn og fræddi þá um sögu skólans. Eftir það söfnuðum við okkur saman og héldum pizza party. Þar var karaoke og alls konar annað skemmtilegt. Þegar öll liðin höfðu lokið við að borða fóru þau á bókasafnið til að kynna kynningar um bæinn sinn. Þetta var frábær leið fyrir þau að deila upplýsingum um sína menningu og sögu.
Þegar kynningunum lauk fóru þau í myndmenntarstofu þar sem þau máluðu á flísa heimsmarkmið 17. Þetta verkefni var bæði skapandi og mikilvægt, þar sem það lagði áherslu á að hver og einn getur lagt sitt af mörkum til að gera heiminn betri. Þegar kvöldið nálgaðist var boðið upp á kvöldmat á veitingastaðnum “Gilliano” í félagsskap þýska liðsins. Þar var mikil stemming, og allir nutu góðs matar og samveru. Eftir daginn, sem var fullur af skemmtun, fræðslu og nýjum vináttu, var loksins kominn tími til að kveðja, og dagurinn endaði með brosum og gleði.