VALMYND ×

Vorverkadagur

Í dag er vorverkadagur hjá öllum árgöngum skólans. Allir bekkir skólans ganga til ákveðinna verka ásamt umsjónarkennurum og öðru starfsfólki skólans.  Verkefnið er unnið í samvinnu við Ísafjarðarbæ og hefur Ralf Trylla verið okkur innan handar við skipulagið.  Á dagskránni eru mörg verk, t.d. hreinsun á opnum svæðum, sáning, gróðursetning í Tungudal og málun á grindverki.

Það er því viðbúið að víða megi sjá ungmenni með hin ýmsu verkfæri á lofti í dag. Um hádegisbilið býður mötuneyti skólans svo upp á grillaðar pylsur.