VALMYND ×

Vorskóli verðandi 1. bekkjar

Nú er verið að ljúka við að skrá inn alla verðandi 1. bekkinga í skólavist fyrir næsta vetur. Eins og venja er, eru þeir nemendur boðaðir í svokallaðan vorskóla þriðjudaginn 6. júní kl. 13:00 og munu kennarar taka á móti börnunum í nýja anddyri skólans, gengið inn frá Aðalstræti.

Gert er ráð fyrir að nemendur dvelji í skólanum í um eina klukkustund eða til um kl. 14:00, en á meðan mun skólastjóri kynna skólastarfið fyrir foreldrum í sal skólans.

Það er alltaf eftirvænting í loftinu þegar von er á nýjum nemendum og hlökkum við til að taka á móti hópnum.