VALMYND ×

Vorferð 10. bekkjar

Sundlaugin á Hofsósi
Sundlaugin á Hofsósi

Á morgun heldur 10. bekkur í sitt árlega vorferðalag. Ferðinni er heitið að Bakkaflöt í Skagafirði og verður lagt af stað frá skólanum kl. 9:00. Í Skagafirði verður ýmislegt gert sér til skemmtunar, t.d. farið í River Rafting, Paintball, hestaferð, sund á Hofsósi og fleira. Á föstudaginn verður svo haldið heim á leið og komið til Ísafjarðar seinni partinn.