VALMYND ×

Vinningshafi í eldvarnagetraun

Landssamband slökkviliðsmanna efndi til eldvarnaviku í desember síðastliðinn. Slökkviliðsmenn heimsóttu 3. bekk af því tilefni og lögðu sérstakt verkefni fyrir nemendur ásamt eldvarnagetraun, auk þess sem þeir fræddu nemendur um eldvarnir.

Góð þátttaka var í getrauninni og var einn vinningshafi frá G.Í. dreginn út og var hinn heppni Antoni Guðjón Andersen og tók hann við viðurkenningarskjali og gjafabréfi hjá Spilavinum úr hendi Hlyns Kristjánssonar, slökkviliðsmanns.

Við óskum Antoni innilega til hamingju.