VALMYND ×

Verum ástfangin af lífinu

1 af 2

Í morgun kom Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur, í heimsókn í 10.bekk og ræddi við nemendur um lífið og tilveruna undir yfirskriftinni ,,Verum ástfangin af lífinu". Hann  hvatti nemendur til að setja sér markmið í lífinu og leggja sig fram í öllu því sem þeir taka sér fyrir hendur. Árangur næst ekki nema með markmiðssetningu og þrautseigju og dagurinn í dag er sá rétti til að stíga skrefið til að ná lengra, verða betri manneskja og láta gott af sér leiða. 

 

Deila