VALMYND ×

Vegleg gjöf frá kvenfélaginu Hvöt

Kvenfélagið Hvöt varð 100 ára þann 29. des s.l. og af því tilefni var ákveðið að styrkja nokkur góð málefni í heimabyggð. Verkefni í byrjendalæsi G.Í. hlaut 200.000 kr. í styrk og er þeim fjármunum ætlað að fara í kaup á kennslugögnum sem nýtast í því verkefni.


Byrjendalæsi er ný aðferð til að kenna ungum börnum lestur og miðar að því að börn nái góðum árangri í læsi sem allra fyrst á skólagöngunni. Aðferðin hefur verið að ryðja sér til rúms í skólastarfi á landinu og nú er svo komið að yfir 70 grunnskólar af þeim 174 sem starfa á landinu styðjast við aðferðina og alltaf bætast fleiri í hópinn. Grunnskólinn á Ísafirði tók byrjendalæsi upp nú í haust í samstarfi við skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri. Aðferðin lofar góðu, en með henni er reynt að setja skilning ungra barna í forgrunn í lestrarkennslu í stað þess að einblína á lestrartækni og hraðan lestur.  

 

Styrkur kvenfélagsins Hvatar kemur sér afar vel í þessu stóra verkefni sem byrjendalæsið er og þakkar skólinn höfðinglega gjöf.

Deila