VALMYND ×

Valgreinar

Í vetur gerðum við tilraun með að bjóða upp á valgreinar fyrir miðstigsnemendur, það er 5. – 7. bekk.  Það mæltist sérstaklega vel fyrir meðal nemenda og munum við því halda áfram með þetta verkefni.  Næsta vetur munu nemendur geta valið viðfangsefni í þrjár kennslustundir, þ.e. tvær á þriðjudögum og eina á föstudögum.  Nemendur fengu valblaðið í dag og eru beðnir um að skila því til umsjónarkennara í síðasta lagi þriðjudaginn 27.maí.