VALMYND ×

Útivistardagur

Stefnt er að útivistardegi í Tungudal þriðjudaginn 10. mars  fyrir nemendur í 5.-10. bekk. Gert er ráð fyrir að nemendur verði á skíðasvæðinu frá  kl. 9:00-13:00 á svigskíðum, gönguskíðum, sleðum eða þotum.

Við förum þess á leit við foreldra að þeir keyri börn sín á skíðasvæðið og sæki þau aftur.  Við vitum að ekki eiga allir auðvelt með að keyra börnin sín og því bjóðum við upp á eina ferð fyrir nemendur sem ekki eiga annarra kosta völ.  Ferð frá skóla verður kl. 8:45 og frá skíðasvæðinu kl 13:00.

Nánari upplýsingar hafa verið sendar í tölvupósti til allra foreldra.