VALMYND ×

Útivistardagur

Stefnt er að útivistardegi í Tungudal miðvikudaginn 7. mars fyrir nemendur í 5.-10. bekk. Gert er ráð fyrir að nemendur verði á skíðasvæðinu frá  kl. 9:30-13:00. 

Við förum þess á leit við ykkur, ágætu foreldrar/forráðamenn, að þið keyrið börnin ykkar á skíðasvæðið og sækið þau aftur.  Við vitum að ekki eiga allir foreldrar auðvelt með að keyra börnin sín og viljum við biðja þá foreldra, sem ekki hafa tök á að keyra barnið sitt,  eða koma því í bíl með öðrum að hafa samband við skólann í síðasta lagi fyrir hádegi þriðjudaginn 6. mars  svo við getum útvegað öllum far.

Á skíðasvæðinu er hægt að leigja skíði og kostar það um 2000 kr.  Þeir nemendur sem ekki fara á skíði geta haft með sér sleða og þotur.

Ekkert gjald verður tekið í lyfturnar en lyfturnar loka kl. 13:00 og þá verða allir að fara heim. Mötuneytið mun sjá um hádegishressingu fyrir þá nemendur sem eru í áskrift í mötuneytinu.  Aðrir þurfa að koma með nesti að heiman.

Nemendur eru hvattir til að koma með hjálma en þeir sem ekki eiga geta fengið þá lánaða á staðnum.

Þeir nemendur sem eiga lyftukort eru beðnir að hafa þau með sér, til að flýta fyrir afgreiðslu á svæðinu.

Foreldrar eru alltaf velkomnir með á útivstardaga skólans og skíðandi foreldrar vel þegnir.