VALMYND ×

Úrslit í skólahreysti

Keppendur G.Í. frá vinstri: Gunnar Þór, Guðný Birna, Katrín Ósk, Birkir, Einar Torfi og Eva Rún.
Keppendur G.Í. frá vinstri: Gunnar Þór, Guðný Birna, Katrín Ósk, Birkir, Einar Torfi og Eva Rún.

Á miðvikudaginn fer fram úrslitakeppnin í Skólahreysti í Laugardalshöll kl. 20:00. Þar munu þau 12 lið sem sigruðu sína riðla keppa um meistaratitilinn. Eins og allir vita, þá vann G.Í. Vestfjarðariðilinn fyrr á árinu og munu krakkarnir okkar mæta galvaskir til leiks. Fyrir hönd G.Í. keppa þau Einar Torfi Torfason, Guðný Birna Sigurðardóttir, Gunnar Þór Valdimarsson og Katrín Ósk Einarsdóttir. Varamenn eru þau Birkir Eydal og Eva Rún Andradóttir.

Nokkur hópur stuðningsmanna mun fylgja okkar liði suður, en einnig er hægt að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu á RUV. Við óskum okkar fólki góðrar ferðar og góðs gengis.